12. Febrúar 2024

COLLAB æfing í Hagkaup

Í tilefni Heilsudaga bauð Hagkaup í samstarfi við COLLAB upp á morgunæfingu með Söndru Helgadóttur í Hagkaup Smáralind laugardaginn 3. febrúar. Æfigin var virkilega skemmtileg og braut svo sannarlega upp á laugardaginn í búðinni.

Sandra leiddi æfinguna sem einkenndist af léttum og skemmtilegum æfingum um verslunina. Sandra hefur þjálfað í 15 ár og átti ekki í miklum vandræðum með að bjóða fólki uppá fjölbreytta hreyfingu, “ég hef þjálfað í 15 ár og stofnaði Absolute Training fyrir 5 árum síðan og hefur COLLAB fylgt mér á hverjum degi síðan það kom fyrst á markað og er orðinn ómissandi partur af deginum mínum, ég var því virkilega spennt þegar ég fékk símtalið um hvort ég gæti stýrt morgunæfingu inni í Hagkaup Smáralind". Æfingin var skemmtileg og fyrir alla aldurshópa og var mikil stemming í fólkinu fyrir að sprikla um gólf græmetisdeildar verslunarinnar. “Ég stillti upp æfingunni sem stöðvaþjálfun þar sem það voru 8 stöðvar sem við fórum í gegnum og var einmitt ein æfingin spretthlaup frá grænmetisdeildinni alveg niður í leikfangadeildina og til baka sem var ótrúlega skemmtilegt” segir Sandra og hlær.

Þessi skemmilega uppákoma var virkilega vel heppnuð og í lok æfingar var boðið uppá léttar veitingar og COLLAB fyrir þátttakendur sem stóðu sig einstaklega vel þennan laugardagsmorguninn.