Skilareglur - reglur um vöruskil

Það er einfalt að skila og/eða skipta vörum í Hagkaup.

Returns policy in english

Hægt er að skila

  • Fatnaði og sérvöru (t.d. leikföngum, búsáhöldum og snyrtivörum þar sem innsigli hefur ekki verið rofið)

Ekki er hægt að skila

  • Matvörum, hreinlætisvörum, útsöluvörum, nærfatnaði, sokkum, sokkabuxum og snyrtivörum þar sem innsigli hefur verið rofið. Kassakvittun er skilyrði fyrir vöruskilum, en á því eru þó veittar ákveðnar undantekningar í þeim tilgangi að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar.
  • Hafi viðskiptavinur ekki kassakvittun, en viðkomandi vara er greinilega keypt í Hagkaup og er enn til sölu í versluninni, þá getur viðskiptavinur fengið inneignarnótu gegn framvísun persónuskilríkja.
  • Hafi viðskiptavinur hinsvegar kassakvittun fyrir kaupunum, þá býðst honum að fá inneignarnótu án þess að farið sé fram á framvísun persónuskilríkja. Viðskiptavinir sem eiga inneignarnótu skráða á kennitölu sína geta síðar endurheimt hana ef hún skyldi glatast, gegn framvísun persónuskilríkja.
  • Skilamiði jafngildir kassakvittun og sömu skilareglur gilda þar um. Athugið að skilamiðar eru einungis í notkun um og yfir jól ár hvert og á þeim kann að vera tekin fram dagsetning um gildistíma (getur verið mismunandi eftir vörutegundum).
  • Veisluréttum er ekki hægt að skila.

Gallaðar vörur

Skilafrestur á gölluðum vörum er eitt ár frá kaupum. Hægt er að skila vöru sé um vörugalla að ræða. Kassakvittun (eða skilamiði) er skilyrði fyrir vöruskilum.

Ávallt er boðin viðgerð á gallaðri vöru, ef því verður komið við. Ef ekki fæst nákvæmlega eins vara ógölluð fær viðskiptavinur vöruna endurgreidda.

 

Upphæð inneignarnótu

Upphæð inneignarnótu (eða endurgreiðslu þegar það á við) skal vera það verð sem kemur fram á kassakvittun. Liggi kassakvittun ekki fyrir skal upphæðin vera það verð sem gildir í versluninni þann dag sem skil eiga sér stað.

Inneignanóta gildir í 2 ár frá útgáfudegi.

Athugið að aðeins er tekið við skilavörum á milli kl 10:00 og 20:00.

Nánari upplýsingar um vöruskil undir má finna undir liðnum Algengar spurningar.