27. Nóvember 2023

Fá jólastemninguna beint í æð

Það var mik­il stemn­ing sem myndaðist á mat­ar­markaði Hag­kaups sem hófst í gær og er hald­inn dag­ana 24.-26. nóv­em­ber. Fjöldi ís­lenskra smáfram­leiðenda kynnti vör­ur sín­ar fyr­ir gest­um og gang­andi, auk þess sem Hag­kaup kynnti ein­stak­ar vör­ur hjá sér. Sæl­kera­búðin, Lemon og 17 Sort­ir tóku einnig þátt í mat­ar­veisl­unni og voru með ljúf­fengt smakk í boði.

„Þetta er annað árið í röð sem við höld­um jóla­markað hjá okk­ur í Hag­kaup og klár­lega viðburður sem mun koma til með að stækka næstu árin. Það má segja að hann mark­ar upp­haf aðvent­unn­ar og við fáum að taka for­skot á jólakræs­ing­um. Úrvalið af spenn­andi vör­um er mikið og gam­an að hitta fólkið á bak við vör­urn­ar, það ger­ir þetta enn betra. Markaður­inn verður þessa helg­ina og er staðsett­ur í Hag­kaup Smáralind. Við hvetj­um fólk að sjálf­sögðu til þess að kíkja við og fá jóla­stemn­ing­una beint í æð“ seg­ir Eva Lauf­ey Kjaran markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hagkaups.