Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

5. Febrúar 2024

Lasagne súpa Helgu Möggu

Lasagne súpa er svo skemmtileg tilbreyting við venjulegt lasagne. Þessi súpa er alveg tilvalin í kvöldmatinn í vetrar kuldanum sem er á Íslandi þessa dagana. Uppskriftin kemur frá Helgu Möggu.

Innihald:

1 msk olía
150 g laukur (einn laukur)
2-3 hvítlauksrif
500 g nautahakk
400 g niðursoðnir tómatar (1 dós)
660 g pasta sósa (1 dós)
170 g tómat púrra
150 g kotasæla
35 g parmesan ostur
900 g kjötsoð, ein ferna
250 g lasagne plötur frá Filotea
Salt, pipar, timían um 1 tsk af hverju kryddi.
Fersk basilíka

Byrjaðu á því að skera lauk og hvítlauk smátt og steikja upp úr olíunni. Bættu hakkinu út í pottinn og kryddaðu með salti, pipar og timían. Bættu því næst sósunum út í pottinn, maukaðri kotasælunni og svo kjötsoðinu. Svo rífur þú parmesan ostinn yfir og blandar við súpuna. Gott að setja smá ferska basilíku yfir. Að lokum eru lasagne plöturnar brotnar niður í bita og bætt út í pottinn. Þetta látið malla á miðlungs hita í um 20 - 30 mínútur eða þangað til pastaplöturnar eru tilbúnar. Ef þér finnst súpan vera of þykk er gott að bæta smá vatni út í hana.

Gott að bera súpuna fram með maukaðri kotasælu til hliðar og parmesan osti.