Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

4. Janúar 2024

Ristuð tómatsúpa

Sylvía Haukdal deilir hér með okkur uppskrift af girnilegri tómatsúpu sem er fullkomin máltíð á köldum vetrar kvöldum.

Hráefni:
1600g tómatar (má vera hvað stærð og gerð sem er)
4 stk hvítlaukur (heill)
1 stk stór hvítur laukur
5 msk Ítalía ólivuolía
2 greinar rósmarín
4 msk sykur
1 dós tómatpúrra(lítil)
1 dós skornir tómatar
1l grænmetissoð
1stk grænmetiskraftur
Þurrkað eða ferskt basil
Salt
Pipar

Aðferð:

1. Skerum tómatar niður ásamt hvítlauk og lauk. Setjum á ofnplötu með bökunarpappír undir.

2. Setjum olíu, salt, pipar og rósmarín yfir og setjum inn í ofn við 240 gráður í 25-30 mínútur.

3. Skellum öllu í pott en pössum að taka hýðið af hvítlauknum og maukum með töfrasprota.

4. Bætum tómatpúrru, tómat í dós, grænmetissoði, krafti, þurrkuðu basil og sykri saman við og leyfum að sjóða í um það bil 45-60 mínútur. Bætum við salti og pipar eftir smekk.

Tilvalið að bera súpuna fram með rifnum osti og hvítlauksbrauði.

Þið fáið allt í tómatsúpuna í verslunum Hagkaups.