Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

13. Júní 2024

Vel heppnað Haggahlaup í Smáralind

Sunnudaginn 9. Júní var Haggahlaupið haldið í fyrsta skipti við frábærar viðtökur. Fjöldi barna og forráðamenn þeirra lögðu leið sína í Smáralindina þennan sunnudagsmorgun og byrjuðu daginn á því að hlaupa með Hagga. Hlaupið var haldið á neðri hæð Smáralindar en Haggi sjálfur ásamt vinkonu sinni úr Haggateyminu sáu um upphitun fyrir hlaupið og kenndu kátum krökkum Hagga dansinn.

Hlaupið var ætlað börnum á aldrinum 2-10 ára og var hlaupið hring á neðri hæð Smáralindarinnar og eftir hlaupið fengu þátttakendur gjafapoka og banana. Gjafapokarnir voru sumarlegir og innihéldu skvísu frá Corny, Vit-hit Kids, Hagga límmiða og sápukúlur.

,,Þetta var í fyrsta sinn sem við stöndum fyrir Haggahlaupinu og það fór fram úr okkar björtustu væntingum. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað það mættu mörg börn með forráðamönnum hingað á einstaklega sólríkum sunnudagsmorgni“ sagði Lilja Gísladóttir sérfræðingur á markaðssviði Hagkaups. ,,Okkur þykir einstaklega vænt um Hagga og þær móttökur sem hann hefur fengið hjá börnum landsins en það er alltaf jafn gaman að sjá brosin breiðast yfir andlit barnanna þegar hann mætir á svæðið. Þetta verður klárlega endurtekið hjá okkur Hagga, okkur fannst þetta ótrúlega skemmtilegt“ bætir hún við.

Um 150 börn voru mætt til þess að hlaupa og gleðin skein úr andlitum barnanna sem nokkur voru mætt mjög tímanlega og biðu spennt eftir því að stórstjarnan Haggi mætti á svæðið. Markmið hlaupsins var að hafa gaman og hreyfa sig, hver á sínum hraða. Ekki var um keppni að ræða heldur fengu allir sem tóku þátt sömu verðlaun.

Haggahlaupið var haldið í tilefni Krakkadaga í Hagkaup en þeir standa yfir til 17. júní.