CATAN
Catan Evrópa
Sjálfstætt framhaldsspil úr Catan seríunni fyrir 3-4 leikmenn, 12 ára og eldri.
Verð:2.999 kr.
Vörunúmer: 868440
Borgirnar dafna og blómstra – en auðæfi þeirra lokka einnig að sér óþjóðalýð. Öflugur innrásarher villimanna ógnar eyjunni. Það er einungis stuttur tími til stefnu til að koma upp sterkum riddaraher sem sameiginlega getur mætt innrásarliðinu. Vei þeim borgum sem útvega ekki riddara. Sá sem stendur sig best í baráttunni gegn innrásarliðinu fær auka vinningsstig – sá sem sendir of fáa riddara til varnar Catan getur átt von á ránsferð þessara rusta um borgina hans. Það er nauðsynlegt að finna jafnvægið á milli eiginhagsmuna og ávinnings samfélagsins í heild. Það er undir þér komið: Getur þú virkilega staðið til hliðar þegar kallað er „Hver getur komið Catan til bjargar?“Alvöru Catan en samt allt annað!
Nýtt og sjálfstætt spil byggt á Catan spilunum þar sem leikmenn taka að sér hlutverk valdamikilla verslunar-höfðingja á miðöldum í Evrópu.
Stór verslunarfélög á miðöldum í Evrópu senda kaupmenn sína af stað til að finna kaupendur fyrir vörur sínar. Landsvæðin í kringum verslunarstöðvar útvega þér tekjur í formi hráefna. Þú getur eignast fleiri verslunarstöðvar ef þú færð kaupmenn til liðs við þig og sendir þá af stað til að stofna útibú á heppilegum stöðum. Vöruhúsið þitt fyllist af varningi með stofnun hverrar nýrrar verslunarstöðvar. Þú þarft að afhenda varninginn til verslunarstöðva í eigu annarra með hjálp verslunarvagna. En aðeins er hægt að næla sér í viðskiptin ef þú kemst fljótt á staðinn – fljótar en hinir leikmennirnir. Því einungis fyrsti kaupmannsvagninn getur afhent vörur. Þú vinnur ef þú ert fyrsti leikmaðurinn til að byggja allar verslunarstöðvarnar þínar og selja öðrum allan varninginn þinn.
Sýndu hversu snjall verslunarbarón þú ert – margvíslegar ákvarðanir bíða þín!
Leiktími: 75 mín
- 1 leikborð
- 120 spjöld
- 2 spilabakkar
- 68 peningar
- 4 sett af spilakubbum úr viði
- 15 talnaskífur
- 1 ræningi
- 40 vöruskífur
- 2 teningar
- 4 byggingarkostnaðarspjöld
- Leikreglur
Hæfir ekki börnum yngri en þriggja ára.