Coddoc er fyrst og fremst ætlað að mýkja vöðva og liðka liði en það getur einnig þjónað hlutverki sínu sem rakagefandi og græðandi húðáburður í margvíslegum viðfangsefnum. Vísindastarf í áratugi
Coddoc er fyrst og fremst ætlað að mýkja vöðva og liðka liði en það getur einnig þjónað hlutverki sínu sem rakagefandi og græðandi húðáburður í margvíslegum viðfangsefnum. Rannsóknir hafa beinst að próteinkljúfandi meltingarensímum Norður-Atlantshafsþorsksins og þróun aðferða til að einangra þau, hreinsa og nýta í húðvörur. Framleiðslan, sem er grunnefnið í Coddoc, er kölluð Penzyme®.
Ensímin
Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í öllum lifandi verum og hraða þannig endurnýjunar- og „viðgerðarferli” líkamans. Notkun próteinkljúfandi ensíma til lækninga á sér sögu í árþúsundir og hafa ýmsir slíkir lífhvatar verið notaðir við ýmsum kvillum á undanförnum áratugum. Þegar þorskaensímin hafa verið hreinsuð eru þau sett í rakagefandi blöndu. Ensímin hafa takmarkaðan líftíma eftir að þau komast í snertingu við húð eða slímhimnur mannsins.