VARA
Eldur borðspil
Fljótspilað samvinnuspil fyrir 2-4 spilara, 8 ára og eldri. Spilatími er um 10 mínútur pr. leikmann.
Verð:5.999 kr.
Vörunúmer: 1235312
Leikmenn þurfa í sameiningu að virkja astoðarmenn sem fara um eyjuna til að finna fjölskyldur, búfénað og verðmæti og koma þeim í öryggið á nýrri eyju áður en virka eldfjallið gerir sitt tilkall. En eldjfallið er óútreiknanlegt og margt að varast. Ná leikmenn markmiðum sínum eða mun eldfjallið ná yfirhöndinni?
Eldur byggir á þessari samvist sem Íslendingar hafa haft við eldgos og náttúruöflin undanfarnar aldir. Spilið gerist á miðöldum og tekur hver leikmaður að sér hlutverk leiðtoga sem í sameiningu með hinum leiðtogunum, velja aðstoðarmenn til að senda út til leitar. Persónur úr fyrri spilum úr Nordic Heritage seríunni bregður fyrir, sem ýmist aðstoða eða hefta leikmenn. En hætturnar eru margar; hraun rennur, það getur orðið öskufall, jarðskjálftar eða önnur náttúruvá. Ef eldfjallið nær til einhvers, ef kindur týnast eða verðmæti glatast þá fær eldfjallið stig. Hins vegar fá leikmenn stig þegar fólki, kindum & verðmætum er bjargað. Spilið kemur með 8 mismunandi uppsettningum, mis erfiðar, eins geta leikmenn hannað sínar eigin áskoranir til að kljást við.
Inniheldur: spilaborð, sem er hluti af kassanum sjálfum, 4 leikmannaborð, sjávarreiti, 60 aðgerðaspjöld, 40 atvikaspjöld, 40 eldfjallaspjöld, 50 sérmiðuð trétákn, 90 kartonflísar og 7 glæra plastkubba. Upplysinga- og reglubækur á íslensku, ensku & þysku.