SHISEIDO
Ginza Night Eau de Parfum
Ginza Night Eau de Parfum Intense er nýr ilmur frá Shiseido fyrir hina dularfullu og segulmögnuðu konu sem kemur út eftir dagsetur.
Verð frá:10.699 kr.
Vörunúmer: R01821
Ginza Night Eau de Parfum Intense er nýr ilmur frá Shiseido fyrir hina dularfullu og segulmögnuðu konu sem kemur út eftir dagsetur. Sælkeravöndur hvítra blóma, auðgaður með munúðarfullum viðarnótum. Hlýjar vanillunótur mæta fullkomlega ávaxtakenndum mandarínum og sólberjum. INNBLÁSTUR: Þegar sólin sest og tunglið hefur leik þá vaknar Tókýó til lífsins. Neonljós lýsa upp borgina og töfrar næturinnar virkjast. Þröngar göturnar eru umvafðar forvitnilegu myrkri, þar sem ljós dreifa grípandi orku. Dulúð ríkir í þessari borg sem aldrei sefur. ILMURINN: GINZA NIGHT er sælkeravöndur hvítra blóma sem sækir aukna hlýju í segulmagnaðar viðarnótur. Glitrandi sólberja- og mandarínutónar afhjúpa tælandi og grípandi blómahjarta sem samanstendur af liljum, gardeníum og náttúrulegum jasmínum. Hlýjar botnnótur vanillu í bland við ákafan sedrusvið skapa fíngert samspil á milli dulúðar og skýrleika. Þessi ilmur er vottaður vegan og inniheldur 88% hráefni af náttúrulegum uppruna. Alkóhólið notað í ilminum er unnið úr rauðrófum sem ræktaðar eru í Frakklandi. FLASKAN: Flaskan er vandlega unnin af hönnuðinum Constance Guisset en hún endurspeglar kjarna ilmsins sem hún geymir. Flaskan er mótuð úr gegnsærri glerblokk og býður upp á grípandi og dularfulla sýn á ilminn sem hún heldur. Þessi heillandi hlutur með ávalar línur sýnir þróunina frá miðnæturbláu yfir í geislandi fjólublátt. Svartur rýtingur stingur í gegnum hjarta ilmsins til að dreifa dulúð hans. Allar flöskur okkar eru gerðar úr 15% PCR-gleri (Post Consumer Recycled). Umbúðirnar eru gerðar úr FSC™-pappa sem samsettur er úr FSC™-vottuðu skóglendi og öðrum stýrðum uppsprettum.