Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

8. Júlí 2024

Nýtt og spennandi fyrir sumarið

Það er loksins komið að tax free* snyrtivöru dögum í verslunum Hagkaups og á hagkaup.is en dagana 4.-10. júlí er tax free* af öllum snyrtivörum. Þetta er upplagður tími til þess að skoða spennandi nýjungar sem henta vel í sumar förðunina.

Byrjum á augunum, falleg augnförðun getur gert svo mikið en nýja Eye Quartet Palette í litnum Mapel Gradation frá Clarins er virkilega falleg og hentar vel í farðanir sumarins. Hvort sem það er fyrir brönsinn, brúðkaupið eða bara til þess að poppa förðunina smá dagsdaglega. Fjórir fallegir augnskuggar sem eru með innbyggðum augnskuggagrunni í formúlunni. Augnskuggarnir koma í fjórum mismunandi áferðum en í pallettunni er einn mattur litur og svo litir með flauels,- ál- og metal áferð sem eru virkilega fallegir.

Eye Pencil Lines Liberated frá YSL er fallegur vatnsheldur eyeliner sem er tilvalinn til þess að ramma augun enn betur inn. Litsterkir og góðir blýantar sem auðvelt er að blanda en á öðrum enda blýantsins er einmitt bursti sem hægt er að nota til þess að blanda hann út. Blýantarnir koma í 12 litum og í mattri- og satínáferð en það er hægt að nota þá eina og sér eða með fallegum augnskuggum.

Brúnir maskarar hafa átt sterka endurkomu á markaðinn síðustu misseri og núna er Macstack maskarinn kominn í litnum Chestnut sem er fallega brúnn. Þessi maskari fór ekki fram hjá mörgum þegar hann kom fyrst á markað en það fór mikið fyrir honum á samfélagsmiðlum. Maskarinn gefur mikla lengd á augnhárin og aðskilur þau vel. Fallegur maskari sem kemur nú í þessum fallega brúna lit.

Það er svo alltaf punkturinn yfir i-ið, fallegur gloss á varirnar. Butter Gloss Bling frá NYX Professional Makeup er ný útgáfa af hinum vinsælu Butter Gloss en nú er hann með fallegu glimmeri. Glossinn er mjúkur og gefur vörunum fallegan glans og ljóma án þess að þær verði klístraðar. Fallegur einn og sér en líka til þess að toppa fallega varaliti.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í verslunum okkar á Tax free* snyrtivörudögum. Það er hægt að skoða snyrtivöru úrvalið okkar á vefnum með því að smella hér.

*Tax free jafngildir 19,36% afslætti.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup.