16. Janúar 2025

Heilsumst fyrir okkur sjálf

Það er komið að Heilsudögum í Hagkaup. Dagana 16. janúar-2. febrúar verða ýmsar spennandi heilsutengdar vörur á tilboði í verslunum Hagkaups. Heilsudagar hafa verið haldnir árlega í janúar og september í Hagkaup í þó nokkur ár og hafa stækkað og dafnað ár frá ári. 

Að þessu sinni er það næringarþjálfarinn, uppskriftasnillingurinn, áhrifavaldurinn og kjarnakonan Helga Magga sem er andlit Heilsudaga en yfirskriftin er Heilsumst fyrir okkur sjálf. Það er mikilvægt að sjá að heilsa er allskonar og þarf ekki alltaf að taka frá okkur tíma heldur er hægt að gera hana hluta af deginum okkar. 

Hvort sem það er að rölta í búðina, taka smá hugleiðslu eða hreinlega bara velja næringarríkan mat með fjölskyldunni þá er mikilvægt að muna að gera það fyrir okkur sjálf og okkar líðan.

Á heilsudögum í Hagkaup verður eins og áður boðið upp á hin ýmsu tilboð á vítamínum, bætiefnum, salatbar, Skálinni og öðrum heilsutengdum vörum en þar að auki verða samfélagsmiðlar Hagkaups miðaðir að heilsunni bæði líkamlegri og andlegri. Við höfum fengið til liðs við okkur þjálfarann Söndru Helgadóttur en hún ætlar að fara yfir markmiðasetningu og ýmislegt fleira sem viðkemur andlegri heilsu og getur vonandi nýst sem flestum viðskiptavinum. Að auki verður þar að finna upplýsingar um vörur á tilboði og spennandi uppskriftir.

 

Börnin fá líka sitt pláss á heilsudögum en refurinn Haggi ætlar að blása til Haggahlaupsins sunnudaginn 19. janúar. Þar gefst börnum tækifæri til þess að koma í Smáralindina og taka stutta upphitun með Hagga og læra Hagga dansinn áður en þau hlaupa saman Haggahlaupið. Að hlaupinu loknu verður að sjálfsögðu í boði að Heilsa uppá Hagga, fá mynd með honum og síðast en ekki síst verður veglegur gjafapoki fyrir þátttakendur í lok hlaupsins. Í pokanum verður góðgæti frá Happy Monkey, Munum og Bönunum.

 

Hlökkum til að taka á móti ykkur á heilsudögum og munið, heilsumst fyrir okkur sjálf.