11. Apríl 2025
Hvernig varð IT cosmetics til?
Dagana 10.-16. apríl verða allar vörur frá IT cosmetics á 20% afslætti. Vörumerkið er hvað þekktast fyrir að framleiða vörur sem henta viðkvæmri húð og varan sem er hvað þekktust er CC+ kremið þeirra sem er stórkostleg vara með margfalda virkni. Í tilefni þess að IT cosmetics er á afslætti langar okkur að segja ykkur aðeins frá því hvernig vörumerkið varð til og sögu þess því hún er mjög áhugaverð.
Jamie Kern Lima stofnaði IT Cosmetics árið 2008 en hún vann sem fréttaþula og átti mjög erfitt með að finna snyrtivörur sem uppfylltu hennar þarfir en hún er með mjög gisnar augabrúnir og viðkvæma rósroðahúð. Jamie leið oft illa yfir því að snyrtivörumerki buðu ekki upp á það sem hún leitaði að og var það ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka málin í eigin hendur. Jamie fékk lýtalækna og húðlækna með sér í lið til að hanna förðunavörur með húðvörueiginleika sem gefa árangur samstundis og til lengri tíma. Hún hristi upp í markaðnum með ótrúlegum fyrir og eftir myndum þar sem áherslan var á alvöru konur með alvöru húðvandamál – konur sem áttu skilið að líða vel í eigin skinni með förðunarvörum sem hentuðu þeim.
Árið 2010 koma Jamie ram í QVC sjónvarpsmarkaði þar sem hún kynni Bye Bye Under Eye hyljarann. Gegn öllum ráðleggingum ákvað hún að fjarlægja farða af hluta andlits í beinni útsendingu til að sýna rósroðann. Áhorfendur brugðust mjög vel við og árið 2013 hafði Jamie komið fram í QVC oftar en 200 sinnum á ári.
Næstu tímamót merkisins vou með CC+ kreminu – ein vara með margfaldri virkni sem sameinaði virkni gegn öldrun, litaleiðétingu og SPF50 í einni og sömu vörunni – og því næst, árið 2015, kom Confidence in a Cream á markað sem var fyrsta varan frá merkinu með hreinni húðvöruvirkni og er í dag söluhæsta anti-aing línan í Bandaríkjunum.
Árið 2016 gekk IT Cosmetics í lið við L‘Oréal fjölskylduna þar sem vörumerkið er enn að vaxa og dafna með sama markmiði og frá upphafi: að vera með formúlur sem eru nýstárlegar og gefa sjálfstraust og öryggi. Merkið byggir á því að öllum á að líða vel í eigin skinni!