Gleðilegt sumar páskafjör lára og ljónsi skoppa og skrítla barnaskemmtun páskar

10. Apríl 2025

Páskafjör í Hagkaup Smáralind

Komdu með börnin og upplifðu sannkallað páskafjör í Hagkaup Smáralind laugardaginn 12. apríl frá kl. 12:00 til 14:00!

Það er tilvalið að koma sér í páskagírinn og skella sér á páskaskemmtun með krökkunum. Á laugardaginn verður fullt af gleði og fjöri í Hagkaup Smáralind. Á svæðinu verður hjólabraut fyrir þá sem vilja prófa sig áfram, Haggi mun kíkja við og heilsa upp á krakkana, og Skoppa og Skrítla kynna nýja spilið sitt „Ertu viss? Alveg viss“.

Einnig munu systurnar Birgitta Haukadal og Sylvía Haukdal bjóða upp á páskagotterí úr matreiðslubókinni „Bakað með Láru og Ljónsa“, og allir geta litað myndir af Láru og Ljónsa.

Komdu og njóttu páskafjörsins með okkur í Hagkaup Smáralind á laugardaginn!