Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

29. Maí 2024

Pössum húðina í sumar

Það er vissulega ekki hægt að segja að það sé glampandi sól um allt land þessa dagana, en sumarið er engu að síður komið og sólin farin að láta sjá sig af og til hingað og þangað um landið. Það er því kominn tími fyrir árlegu áminninguna um að nota sólarvörn. Það skemmir ekkert fyrir ef þið eruð löngu búin að taka upp sólarvörnina eða ef hún er orðin hluti af daglegri húðumhirðu en ef ekki þá er hér smá áminning um sólarvörnina og þá kosti sem hún hefur fyrir húðina okkar.

Sólarvarnir verja húðina ekki eingöngu fyrir geislum sólarinnar heldur eru margar sólarvarnir með vörn gegn mengun í umhverfin og til dæmis útfjólubláum geislum af tölvu- og símaskjá. Það skiptir því ekki endilega máli hvort við erum á ströndinni á Tenerife eða við skrifborðið í vinnunni, sólarvörnin er að verja húðina fyrir því áreiti sem hún verður fyrir yfir daginn.

Úrvalið af sólarvörnum hefur líklega aldrei verið jafn mikið hjá okkur í Hagkaup og það er núna en við erum með sólarvarnir frá ótal vörumerkjum sem vinna mismunandi fyrir húðina. Allar eiga þær það sameiginlegt að verja húðina frá geislum sólarinnar, en þær hafa mismunandi SPF stuðul og mismunandi húðbætandi eiginleika. Við ætlum að segja ykkur frá nokkrum spennandi nýjungum í sólarvörnum hjá okkur.

Lancaster – Infinite Bronze
Þessi nýjung frá Lancaster er fallegt bronzing gel með sólarvörn. Varan veitir húðinni ljóma, frísklegan lit og verndar hana fyrir sólinni á sama tíma. Varan kemur í 2 mismunandi litum sem báðar innihalda SPF 30. Varan er hönnuð til notkunar á andlit en er líka mjög falleg á bringuna fyrir ljóma og lit.

Frezyderm – Sólarvörn on the move
Þessa vörn er tilvalið að hafa í veskinu í sumar hvort sem er hér heima eða á ferðalögum. Sprey sem hægt er að spreyja yfir farða til þess að bæta á vörnina yfir daginn. Spreyið er með SPF 50 og veitir góða vörn og matta áferð á húðina. Það er líka algjör snilld að spreyja þessari í hársvörðinn líka, því það er algengt að fólk brenni þar í mikilli sól.

L‘Oréal Paris – Bright Reveal Dark Spot UV Fluid
Fljótandi dagkrem sem inniheldur SPF50+. Sólarvörnin inniheldur níasínamíð og e-vítamín sem vinna á dökkum blettum sem myndast í húðinni. Kremið gefur húðinni góðan raka, vinnur gegn dökkum blettum og verndar húðina fyrir sólinni allt á sama tíma. Einstaklega þunn formúla sem vinnur sig hratt inn í húðina.

Hello Sunday – The Shimmer one
Hér er um að ræða sólarvörn í stiftformi sem er tilvalið að hafa í veskinu á ferðinni. Stiftið veitir breiðvirka vörn gegn UVA/UVB geislum sólarinnar og umhverfismengun en vörnin inniheldur SPF45. Formúlan inniheldur meðal annars hýalúrón sýru og e-vítamín og gefur húðinni góðan raka. Stiftið veitir húðinn líka virkilega fallegan ljóma og er hið fullkomna stifti til þess að kalla fram ljóma t.d. á bringunni.

Þetta er bara lítið brota brot af öllum þeim sólarvörnum sem fást hér á hagkaup.is en í verslunum okkar er líka frábært úrval af sólarvörnum og starfsfólk okkar aðstoðar ykkur við að finna réttu vörnina fyrir ykkur. Allar sólarvarnir má skoða með því að smella hér.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup