Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

ELIZABETH ARDEN

Óhætt er að segja að Elizabeth Arden hafi verið goðsagnarkenndur frumkvöðull sem kom á fót ameríska snyrtivöruheiminum eins og við þekkjum hann í dag. Hún fæddist sem Florence Nightingale Graham og ferðaðist frá útjaðri Kanada til New York, þar sem hún opnað fyrstu „Red Door“-snyrtistofuna á Fifth Avenue árið 1910.
Grundvallarviðhorf Elizabeth Arden voru þau að fegurð væri samspil náttúrunnar og vísinda, til að framkalla bestu eiginleika konunnar. Hún lifði eftir möntru sinni; það að vera falleg væri frumburðarréttur hverrar konu.

Elizabeth Arden hannaði húðvörur sem gögnuðust húðinni í stað þess að þekja hana. Hún kynnti ekki aðeins hugmynd sína um alhliða fegurð, þar sem húðvörur, hreyfing og næring komu saman, heldur tileinkaði hún líf sitt við að nálgast húðvörur á vísindalegan máta. Hún var ósveigjanleg í þeirri sýn sinni að vilja búa til nýjustu og bestu vörurnar ásamt pakkningum og þjónustu sem konur ekki eingöngu þurftu, heldur þráðu; hvort sem um var að ræða hið klassíska Eight Hour Cream, hinn goðsagnarkennda Blue Grass-ilm eða djarfan rauðan varalit sem samræmdist einkennisbúningi kvenna sem þjónuðu í hernum í seinni heimsstyrjöldinni.

ELIZABETH ARDEN

Listi Elizabeth Arden yfir nýjungar í heimi fegurðar er langur. Hún var sú fyrsta til að kynna augnförðun fyrir konum í Ameríku og var brautryðjandi við „fegurðar-yfirhalningar“ og með kynningu á Ardena Skin Tonic varð fyrirtækið það fyrsta til að nota nafn stofnenda síns í vöruheiti. Hún þróaði einnig snyrtivörur í ferðastærð og var sú fyrsta í snyrtivörubransanum til að þjálfa sölukonur og senda á farandsýningar.

Upp úr árinu 1930 hafði Elizabeth Arden opnað „Red Door“-snyrtistofur í helstu tískuborgum heimsins og viðurkenning á afrekum hennar fólst í því að aðeins þrjú amerísk nöfn voru þekkt um heim allan: Singer Sewing Machines, Coca-Cola og Elizabeth Arden. Þarna var heimsveldi skapað og nýr iðnaður. Frumkvöðlaandi Elizabeth Arden og skuldbinding hennar við nýsköpun og gæði eru enn sál fyrirtækisins í dag.