Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

UM ERBORIAN

Erborian er ungt og ferskt Suður Kóreskt snyrtivörumerki sem  framleiðir húðvörur úr kóreskum lækningajurtum. Vörurnar eru  allar náttúrulegar og það eru engar prófanir gerðar í dýrum við  framleiðslu þeirra. Húðlínan þeirra er breið og mjög aðlaðandi.  Erborian er leiðandi í litaleiðréttingakremum og komu fyrstir með  á markað BB krem sem hefur margfalda virkni. Það gefur  flauelsmjúka þekju, inniheldur Ginseng sem eykur kollagen og  teyjanleika húðarinnar ásamt því að vera með sólvörn. Rétt á eftir  komu þeir með á markað CC kremin en CC stendur fyrir „ Color  Corrector“ það inniheldur lækningajurtina Centella sem verndar,  styrkir og mýkir ásamt því að hafa breytanleg litarefni sem aðlaga  sig að náttúrulegum litatón og gefur fallega bjarta þunna þekju. Það hefur að sama skapi góða sólvörn. Þessi litaleiðréttingakrem  eru söluhæstu krem sinnar tegundar í Sephora í Evrópu.

ERBORIAN LEGGUR ÁHERSLU Á FEGURÐ ALLRA!

Markmið Erborian er að hjálpa öllum viðskiptavinum að elska húðina  sína. Þeir sýna fjölbreytileika og draga fram að allir eru fallegir á sinn  sérstaka hátt í sínu markaðsefni. Þeir einblína á náttúrulega fegurð  allra húðgerða, húðlita, aldurs eða kyns. Þeir reyna ekki að fela  séreinkenni húðar sbr. bletti, freknur eða allt það sem gerir okkur  einstök og falleg.  Að vera góður við húðina þýðir einfaldlega að vera góður við sjálfan sig. Það að finna til sjálfstrausts í eigin skinni er það sem Erborian  leggur áherslu á.