Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

SHISEIDO

Þegar Arinobu Fukuhara opnaði apótekið sitt í Ginza-hverfinu var það upphafið á breyttu landslagi snyrtiheimsins. Árið var 1872 og hafði stofnandi Shiseido þarna kynnt vestrænt apótek fyrir Japönum í fyrsta sinn.
Arinobu var einungis 23 ára að aldri og hafði unnið sem lyfjafræðingur í japanska hernum en vildi bæta lyfjaúrvalið og fór að hugsa um heilsu út frá vestrænum áhrifum. Nú 150 árum síðar er Shiseido eitt elsta snyrtivörumerki heims og heldur áfram að sameina vestræna og austræna speki og tækni til að framleiða einstakar húð- og snyrtivörur auk ilmvatna.
Þó fyrirtækið sé japanskt þá er nafnið Shiseido af kínverskum uppruna og þýðir lauslega: „Þökkum fyrir jörðina sem nærir nýtt líf og gefur okkur ný gildi.“