Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

Urban Decay

Urban Decay hefur frá fyrsta degi verið töff förðunarmerki sem fylgir engum reglum, sama hver trendin eru hverju sinni! Merkið var stofnað árið 1996 í Suður Kaliforníu af Wende Zomnir sem vildi stofna merki sem fylgdi ekki fegurðarstöðlum og bauð upp á djarfa liti, góða endingu og cruelty-free vörur. Á þeim tíma var ekkert í boði nema hlutlausir brúnir og bleikir litir svo fyrstu vörur Urban Decay sem komu á markað voru naglalökk og varalitir í öllum regnbogans litum, jafnvel grænum og gulum! Slagorð merkisins hefur alltaf verið “förðunarvörur eru ekki til að hylja lýti eða galla heldur til að sýna heiminum hver þú ert í raun og veru!"

Urban Decay

Urban Decay hefur verið cruelty-free frá fyrsta degi og eru um 90% vegan en stefnt er að því að allur vörulistinn verði vegan fyrir árið 2025. Merkið leggur mikið upp úr því að bjóða upp á hágæða formúlur án aukaefna sem gefa mikinn og endingargóðan lit og eru einfaldar og þægilegar í notkun.