CATAN
Catan Borgir og riddarar Viðbót
Viðbót við Catan grunnspilið, fyrir 3-6 leikmenn, 12 ára og eldri.
Verð:6.599 kr.
Vörunúmer: 868436
Upplifðu vaxandi velmegun á Catan!
Stækkunin Borgir og Riddarar kemur með margar nýjar víddir inn í spilið. Leikmenn eiga í vændum krefjandi en jafnframt æsispennandi og taugatrekkjandi ævintýri á Catan!
Borgirnar dafna og blómstra – en auðæfi þeirra lokka einnig að sér óþjóðalýð. Öflugur innrásarher villimanna ógnar eyjunni. Það er einungis stuttur tími til stefnu til að koma upp sterkum riddaraher sem sameiginlega getur mætt innrásarliðinu. Vei þeim borgum sem útvega ekki riddara. Sá sem stendur sig best í baráttunni gegn innrásarliðinu fær auka vinningsstig – sá sem sendir of fáa riddara til varnar Catan getur átt von á ránsferð þessara rusta um borgina hans. Það er nauðsynlegt að finna jafnvægið á milli eiginhagsmuna og ávinnings samfélagsins í heild. Það er undir þér komið: Getur þú virkilega staðið til hliðar þegar kallað er „Hver getur komið Catan til bjargar?“
ATH: Þessi stækkun er ekki sjálfstætt spil! Einungis er hægt að spila hana með upprunalega spilinu Landnemunum á Catan – Grunnspili! Stækkunin er hægt að nota með öllum útgáfum af Landnemunum á Catan sem innihalda spilakubba úr plasti. Hún passar hins vegar ekki við útgáfurnar af spilinu sem innihalda viðarspilakubba.
Leiktími: 120 mín
- 60 skífur
- Innrásarspjald
- 4 byggingarkostnaðarspjöld
- 96 spjöld
- 4 sett spilakubbar
- Kaupahéðinn
- Rauður talnateningur
- Teningur með táknum
- Innrásarskip
- Leiðbeiningar
Hæfir ekki börnum yngri en þriggja ára.