IT Cosmetics CC+ Cream SPF50+ er hannað í samstarfi við húð- og lýtalækna og er vinsælasta CC kremið í Bandaríkjunum. CC+ kremið hefur unnið til fjölmargra verðlauna sem er ekki skrítið því það inniheldur sjöfalda virkni í einni vöru; Vel þekjandi farði, fyrirbyggjandi serum gegn öldrun húðar, breiðvirk sólarvörn, litaleiðréttir húð, vinnur eins og farðagrunnur til að jafna áferð, hylur dökka bletti og litabreytingar og rakafyllir húðina eins og krem. Formúlan inniheldur vatnsrofið kollagen, peptíð, níasínamíð, hýalúrónsýru, andoxandi eiginleika og vítamín. CC+ kremið gefur mikla rakagjöf og hylur ójöfnur og/eða húðlýti á við ör, línur/hrukkur, roða, dökka bauga, opnar húðholur, litabreytingar og ójafnan húðlit án þess að leggjast í línur eða þorna á húð. Eitt skref fyrir lýtalausa áferð!