ChitoCare Beauty Travel Kit (4x50ml). ChitoCare Face Cream er dag- og næturkrem sem er einstök samsetning náttúrulegra afurða úr Norður-Atlantshafi. Kremið ver húðina, er öflugur rakagjafi, eykur teygjanleika og sléttir yfirborð húðarinnar. Kremið inniheldur SPF 15 sólarvörn og mikilvæg andoxunarefni sem vernda húðina gegn skaðlegum umhverfisþáttum, m.a. útfjólubláum geislum sólar og bláu ljósi frá tölvu- og snjalltækjaskjám. Þessi vörn varðveitir æskuljóma húðarinnar og ver hana fyrir ertingu og ótímabærum skaða. ChitoCare Beauty Hand Cream er einstakur handáburður sem inniheldur lífvirka efnið kítósan sem myndar filmu og ver hendurnar auk þess að draga úr bakteríumengun. Hann er öflugur rakagjafi fyrir þurrar og sprungnar hendur og þurr svæði eins og olnboga og hné og hentar vel eftir sprittnotkun til að forðast þurrk, kláða og sprungna húð. ChitoCare Beauty Body Lotion er frábær leið til að mýkja húðina eftir sturtu eða til að fríska sig við eftir langan dag. Það er hlaðið náttúrulegum, mýkjandi og rakagefandi innihaldsefnum sem gera húðina mjúka, slétta og geislandi. Kítósan sem er náttúrulegt undur úr hafinu ver húðina, dregur úr roða og pirringi og gefur húðinni silkimjúka áferð. Græðandi eiginleikar kítósans eru vel þekktir og hentar ChitoCare Beauty mjög vel eftir sólbað. ChitoCare Beauty Body Scrub er hlaðinn náttúrulegum innihaldsefnum sem mýkja og hreinsa húðina. Kítósan úr hafinu og kaffiagnir sem eru ríkar af andoxunarefnum örva háræðar, hreinsa burt dauðar húðfrumur og vinna gegn appelsínuhúð. Skrúbburinn er viðurkenndur fyrir allar húðgerðir, einnig viðkvæma húð. Græðandi eiginleikar kítósans eru vel þekktir og hentar ChitoCare Beauty mjög vel fyrir sólbað.