Eru augnhár þín skemmd vegna notkunar á óhentugum farðahreinsi, framlengingum eða tíðri notkun augnhárabrettara og eru þau farin að virka þynnri? SOS Lashes Serum Mascara er þá lausnin en notkun formúlunnar veitir augnhárunum 3 sinnum meira umfang og þykkingu. Framúrstefnuleg virkni maskarans byggir á tækni „Lash Boosting Complex“ sem sjáanlega lengir og styrkir augnhárin. Þau verða þykkari og lengri eftir hverja ásetningu. Formúlan samanstendur af 94% náttúrulegum innihaldsefnum: Lífræn kastorolía býr yfir getu til að þekja og styrkja augnhárin sem eykur umfang þeirra. Lífrænn hafrasykur hjálpar til við að þekja augnhárin náttúrulega og pistasíukjarni stuðlar að styrkingu þeirra frá rótum. SOS Lashes Serum Mascara endurlífgar augnhárin eftir einungis 28 daga notkun.