Táknrænn ilmur sem grípur skilningarvitin; Armani Code EAU DE TOILETTE er Ambery Woody ilmur sem hættir aldrei að skapa stemningu. Tælandi og nærgætin karlmennska sem endurspeglar nútímann, framsýnan mann.
Toppnótur: Geislandi sítruskeimur úr grænni mandarínu frá Kalabríu á Ítalíu.
Hjarta: Hjarta ilmsins er samsett úr Lavandin frá Provence, sem gefur ilminum nútímalega og arómatíska hlið sem dregur þig að sér.
Grunnnótur: Grunnurinn er skilgreindur af tveimur nótum sem eru hvor um sig einkenni ARMANI CODE ilmanna og af náttúrulegum uppruna - Tonka Bean Absolute og Cedarwood Heart. Tonka Bean Absolute kemur með hlýju og tilfinningarík áhrif sem í bland við viðarstyrk Cedarwood Heart, skapar ákefð en huggulega slæðu. Með sjálfbærni að leiðarljósi horfir EAU DE TOILETTE til framtíðar með sjálfbærum hráefnum og glasi sem er endurfyllanlegt og gert til að endast. Áfyllingarflaska er seld sér.