Þægilegur rakaúði sem heldur húðinni mjúkri allan daginn. Sjávarensímin endurnæra og örva endurnýjun húðarinnar á öllum líkamanum. Hentar einstaklega vel fyrir svæði þar sem húðin vill gjarnan slakna og sýna litabreytingar, svo sem á hálsi, bringu og jafnvel á olnbogum. Vinnur mjög vel á svæðum þar sem húðin vill endurtekið verða þurr og hörð, jafnvel flagna. Ótrúlega gott fyrir þurra og sólbrennda húð. Dregur úr ertingu og þrota eftir vaxmeðferð eða rakstur. Hefur góð áhrif á svæði þar sem bólur myndast gjarnan, svo sem á bakinu. Með reglulegri notkun upplifir notandinn vellíðan þar sem húðin verður mýkri, stinnari og jafnvægi kemst á rakastig hennar. Hentar einstaklega vel eftir útiveru í sól þar sem sjávarensímin hjálpa húðinni að viðhalda raka og draga úr líkum á að hún þorni eða flagni. Sjávarensímin draga einnig úr roða og þrota eftir útivist. Margir notendur hafa sagt að þetta rói húðina eftir rakstur og hafi dregið úr inngrónum hárum. Tilvalið að setja á sig eftir bað eða sturtu í stað body lotion.