1 - Hreinsið nöglina, fjarlægið naglalakk ef það á við. Gott er að pússa létt yfir nöglina og snyrta naglabönd. Einnig er gott að strjúka yfir nöglina með naglalakkhreinsi, til að koma í veg fyrir raka og fjarlægja náttúrulega olíu naglarinnar.
2 - Finnið rétta stærð með að máta gervinöglina á nöglina, án þess að setja lím.
3 – Berið þunnt lag af lími á nöglina og passið að límið fari ekki á húðina eða naglaböndin.
4 – Leggið gervinöglina upp að naglaböndunum, passið að líma ekki á naglaböndin. Leggið gervinöglina niður á nöglina, frá naglaböndum og niður.
5 – Þrýstið gervinöglinni rólega niður og haldið létt við í um 15 sek., eða þar til að límið hefur fest sig.