Ítarlegar íslenskar leiðbeiningar eru í pakkanum, mjög mikilvægt að fylgja þeim nákvæmlega fyrir bestan árangur. Til að framkvæma meðferð þá þarf sléttujárn, hárblásara, flatan hárbursta og fína greiðu. Þvoið hári með pretreatment sjampó úr pakkanum, ekki nota næringu. Þurrkið hárið 100%. Skiptið hári í tvo hluta. Nota hanska til að bera sléttimaska í hárið, lokk fyrir lokk. Ekki fara nær rót hársins en ½ cm. Dreifið þar til hárið er algerlega þakið. Bíða í 15 mín. Greiða með fínni greiðu og fjarlægja ofaukið efni úr hárinu. Þurrka hárið og sléttið með hárþurrku og flötum bursta, þangað til hárið er fullkomlega þurrt og sléttað. Takið litla lokka og sléttið með sléttujárni, farið yfir hvern lokk 8-12 sinnum með járni sem er 200 til 230 gráðu Celsius heitt. Sléttið hárið þar til ekki er hægt að finna fyrir leifum af efninu í hárinu. Bíða í 5 mínútur eftir sléttun er búin. Þvoið hárið með sjampói 3 til að fjarlægja fullkomlega leifar af efnum úr meðferðinni. Endurtakið ef nauðsynlegt. Þerrið hárið með handklæði og setjið næringuna í hárið. Látið vera í hárinu í 5 mínútur og skolið svo með vatni. Þá er hárið blásið þurrt.