Kiehl's Grooming Solutions Nourishing Beard Grooming Oil er létt skeggolía sem fer hratt inn í hár og húð og má bæði nota fyrir mikinn og lítinn skeggvöxt. Olían gefur skeggi mýkt og húð raka og næringu. Formúlan inniheldur ilmolíur úr sedruðviði, sandelviði, tröllatré og pracaxi olíu sem hefur hátt hlutfall behensýru sem mýkja, slétta, næra og gefa mildan viðarilm. Skeggolían mýkir gróf skegghár og nærir og jafnar áferð húðar. Olían er fjaðurlétt og gengur fljótt inn í húð og hár. Formúlan inniheldur 99,8% náttúrulegar olíur og er án parabena. Hentar öllum húðgerðum, jafnvel þeim allra viðkvæmustu.