Nýjasti herrailmur JEAN PAUL GAULTIER, Le Male Le Parfum, siglir brátt af stað. Ilmglasið er klætt svörtum og gylltum foringjajakka en þessi Eau de Parfum-ilmur tekur forystuna í Le Male-línunni. Mikill stíll og styrkur einkennir ilminn sem er í senn fágaður með austurlenskum og viðarkenndum blæ.
StÆrÐ:
Verð frá:15.699 kr.
Vörunúmer: R01096
Vörulýsing
Þessi ákafi ilmur notar kraft kardimommunnar í toppnótum sínum og ferskleika lavenders og írisar í hjartanu. Hann mun svo umvefja þig dásamlega ávanabindandi og áberandi grunntónum vanillu. Ilmurinn er fullur af andstæðum sem rugla og gleðja skilningarvitin þín og karlmannlegur ilmslóðinn endurspeglar áru foringjans.