NIP+FAB
Vitamin C Fix Clay Mask 75ml
C-vítamín sem vert er að vakna upp fyrir. Nýstárlegur 3% c-vítamín leirmaski sem hreinsar húðina varfærnislega og gerir hana bjartari ásýndar. Fullkomin meðferð fyrir þau sem vilja lífga upp á yfirbragð húðar sinnar.
Verð:2.499 kr.
Vörunúmer: 1215677
Rakagefandi andlitsmaski með kaólínleir sem hjálpar til við að draga í sig umfram olíu en þessi andlitsmaski hjálpar til við að jafna húðtón og endurnýja húðina á varfærnislegan máta til að láta hana ljóma á ný. Hin glænýja C-vítamínblanda í vörulínu okkar inniheldur samverkandi og öfluga blöndu af þremur stöðugum formum af C-vítamíni, sem hvert um sig hefur sérstakan ávinning. Þessi blanda er studd af öðrum lykilefnum á borð við ferúlsýru til að auka virkni C-vítamínsins auk allantóíns og níasínamíði til að bæta varnarlag húðarinnar. Af hverju að nota blöndu? Hreint form C-vítamíns, askorbínsýra, er þekkt fyrir að vera óstöðugt og mjög viðkvæmt fyrir oxun (sem leiðir til þess að það verður brúnt) með hita, ljósi, lofti og vatni sem hefur áhrif á virkni þess. Með því að nota stöðugri afleiður af C-vítamíni í formúlunni okkar tryggir það hægari oxun, sem þýðir minni litabreyting og lengra geymsluþol, svo húðin þín getur notið ávinnings C-vítamíns lengur. Hvernig virkar formúlan? 3% C-vítamín blanda: Ofurhlaðin og nýstárleg blanda af 3 stöðugum formum af C-vítamíni til að tryggja stöðuga og áhrifaríka formúlu. 15% kaólínleir: Þekktur fyrir hreinsandi eiginleika og getu til að fjarlægja óhreinindi og draga upp óhreinindi úr svitaholum. 3% gulur leir: Hjálpar til við að draga í sig umfram olíu.
HVENÆR: Skref 2 í húðumhirðurútínu þinni – meðhöndlun. HVERNIG: Berðu á þurrt andlitið eftir hreinsun með Vitamin C Fix Cleanser. Leyfðu andlitsmaskanum að vera á í 10-15 mínútur og skolaðu af með volgu vatni. Notaðu 2-3 sinnum í viku á kvöldin. RÚTÍNA: Til að ná sem bestum árangri skaltu nota andlitsmaskann sem hluta af fullri Vitamin C Fix-rútínu: Skref 1: Hreinsaðu með Vitamin C Fix Cleanser. Skref 2: Berðu Vitamin C Fix Clay Mask á húðina og leyfðu honum að vera á í 10-15 mínútur. Skref 3: Þegar maskinn hefur verið fjarlægður skaltu bera Vitamin C Fix Eye Cream 10% á augnsvæðið. Skref 4: Notaðu 2-3 dropa af Vitamin C Fix Concentrate. Skref 5: Ljúktú rútínunni með Vitamin C Fix Hybrid Gel Cream. Ráð: Auk þess að gera húðina bjartari ásýndar þá vinnur C-vítamín einnig gegn ótímabærum öldrunarmerkjum. Það styður við framleiðslu á kollageni, sem styður uppbyggingu húðarinnar, og leiðir þannig til fyllingaráhrifa. Að nota C-vítamín og retínól saman er öflug leið til að draga úr fínum línum og hrukkum en við mælum ekki með því að nota þessi tvö virku efni saman á sama tíma. Haltu þig við annað á morgnana og hitta á kvöldin: notaðu Vitamin C Fix Eye Cream 10% í morgunrútínu þinni og Retinol Fix Eye Treatment 2% í kvöldrútínu þinni. Notaðu sólarvörn á morgnana sem síðasta skrefið í rútínu þinni. Við mælum með okkar Illuminating SPF 30 sem lokaskrefið í rútínunni. Þessi sólarvörn var sérstaklega hönnuð til að vernda og veita húðinni ljóma eftir notkun Vitamin C Fix.
Aqua/Water/Eau, Kaolin, Cetearyl Alcohol, Sodium Ascorbyl Phosphate, Glyceryl Stearate, PEG-100 Stearate, Phenoxyethanol, Benzyl Alcohol, Glycerin, Parfum (Fragrance), Sodium Citrate, Sodium Stearoyl Glutamate, Ethylhexylglycerin, Ferulic Acid, Tocopheryl Acetate, Disodium EDTA, Dehydroacetic Acid, 3-O-Ethyl Ascorbic Acid, Ascorbyl Glucoside, Sodium Hydroxide, Limonene.