Polo Earth er vegan og 97 % náttúrulegur* ilmur fyrir öll kyn sem sækir innblástur í fegurð náttúrunnar og inniheldur 7 sjálfbær hráefni frá samfélögum víðs vegar um heiminn. (Bergamot Heart, Diva Lavender, Green Mandarin, Turkish Rose, Sage Heart, Haitian Vetiver og Bourbon Geranium).
Þessi hreini og ferski lúxusilmur myndar fullkomið jafnvægi milli sítrus Bergamot Heart og grænnar mandarínu ásamt Sage heart og fersku Diva Lavender.
Ilmur með tilgang
Polo Earth línan sameinar náttúru, sjálfbærni og lúxus í nútímalegri blöndu af sítrus með lifandi blómum.
- 97 % náttúrulegur vísar til innihaldsefna sem eru annað hvort óbreytt frá náttúrunnar hendi eða eru unnin og halda samt yfir 50% af náttúrulegum uppruna sínum.
Tilgangur Polo Earth er að stuðla að notkun á náttúrulegum og sjálfbærum hráefnum til að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika.
Ilmurinn er áfyllanlegur og áfylling er seld sér.