Skemmtilegt spil fyrir 2-4 leikmenn, 5 ára og eldri. Leikmenn keppast um að komast efst upp í draugasetrið en verða að vara sig á hlutum sem koma rúllandi á móti þeim og reyna að fella þá af brautinni. Spil sem þjálfar börn í nokkurs konar áhættumati. Hægt er að velja um öruggari innri braut sem er tímafrekari eða ytri braut sem er styttri en áhættusamari.
Með hverju kasti snúa leikmenn efsta hluta turnsins og hann sleppir þá kúlum sem rúlla niður frá draugasetrinu í átt að peðum leikmanna á meðan þeir reyna að komast upp. Er betra að fara öruggari leiðina eða er það áhættunnar virði að feta hættustíga með hraði?
Fjöldi leikmanna: 2-4
Leiktími: 15 mín
Aldur: 5+
Pakkning inniheldur litla hluti sem geta orsakað köfnun meðal yngri barna.