GAMIA GAMES
Runir
Fljótspilað teningaspil fyrir 2-4 spilara, 8 ára og eldri. Spilatími er um 10 mínútur pr. leikmann.
Verð:5.999 kr.
Vörunúmer: 1166612
Kastaðu teningum með íslenskum Fúþark rúnum, finndu bestu samsetninguna á rúnaristum á steinunum, ristu rúnastein og fáðu greitt. Reyndu að auki að fara að óskum jarlsins til að fá bónusstig (t.d. sérstök samsetning af steinum, greiðslu eða ákveðin staðsetning á borðinu). Að lokum verður það einungis einn sem verður krýndur rúnameistari.
Í spilinu Runir þá tekur þú að þér hlutverk rúnaristara. Í gegnum spilið, þá kastar hver spilari teningum og reynir að finna hentuga samsetningu á rúnarsteinunum á spilaborðinu. Þegar samsetning er fundin, þá er hún merkt með kristal í lit leikmanns. Leikmenn taka næst greiðslu útfrá lit á steininum sem var ristur; brons fyrir bronsstein, silfur fyrir silfurstein og gull fyrir gullstein. Á meðan umferð stendur má að auki nota kristallana til að virkja séraðgerðir, sem mögulega geta hjálpað spilara að fá betri niðurstöðu. Þegar spilari er búinn að nota alla teningana í kastinu, þá er umferð hans lokið og næsti gerir. Spilið heldur þannig áfram þar til einhver leikmaður klárar alla kristallana og knýr fram lok spilsins. Þá er brons-, silfur- og gull peningunum loks snúið við og sá leikmaður sem fær flest stig vinnur. *Pakkning inniheldur litla hluti sem geta orsakað köfnun meðal yngri barna. Ekki ætlað fyrir börn 3ja ára og yngri.
Inniheldur: 6 spilaborð prentuð báðu megin, miðjukross, 10 x D6 teninga með Fúþark rúnum, 48 kristalla í litum leikmanna, 4 leikmannatákn, 60 peningatákn (brons, silfur og gull), 21 bónustákn, 1 x upphafsleikmannatákn og reglubækur á ensku og íslensku.
Hæfir ekki börnum yngri en þriggja ára.