TRIND Nail Magic Buffer er þjöl sem jafnar misjöfnur á yfirborði naglarinnar. Hún fjarlægir smáar línur og hrufur og gefur fallega gljáandi áferð. Þegar þjölin er notuð er þjalað í hálfhringlaga hreyfingu. Fyrst er svarta hliðin notuð (hana á eingöngu að nota einu sinni á 4 vikna fresti). Hvíta hliðin er síðan notuð en hún eykur náttúrulega rakaframleiðslu naglarinnar. Að lokum er rakanum dreift um nöglina með gráu hliðinni til að fá háglans.