Tvenna
Barnaspil fyrir 2-8 leikmenn, 6 ára og eldri.
Verð:2.999 kr.
Vörunúmer: 851879
Spilið sem þú sérð tvöfalt af! Tvenna er spil sem samanstendur af yfir 50 táknum, 55 spjöldum, hvert þeirra myndskreytt með 8 táknum og alltaf einungis eitt tákn - já aðeins eitt - sem er eins á hverjum tveimur spjöldum! Markmið spilsins er að vera fyrst/-ur til að finna táknið sem er eins á tveimur hringlaga spjöldum. Táknin geta verið misstór og staðsett á ólíkum stöðum á spjöldunum sem gerir það erfitt fyrir vik að koma augu á þau. Hvert spjald er einstakt og hefur aðeins eitt tákn sem er sameiginlegt með öllum öðrum spjöldum í stokknum. Með stokknum er hægt að spila fimm útgáfur af spilinu, þ.e. hröðum örspilum, þar sem allir leikmenn spila samtímis. Hægt er að spila örspilin í fyrirfram ákveðinni röð, á handahófskenndan hátt, eða sama spilið er spilað aftur og aftur. Aðalatriðið er að allir skemmti sér! Hægt er að spila nokkrar útgáfur af spilinu en hraði, eftirtektarsemi og snerpa er aðalatriðið í þeim öllum. Tvenna kemur í fyrirferðalitlu boxi út tini og því tilvalið ferðaspil - lítið mál að taka það með sér hvert sem er! Vitaskuld fylgja íslenskar leikreglur stokknum. Ef þú sérð tvöfalt skaltu ei hika heldur bregðast skjótt við!!
Leiktími: 5-10 mín
55 spil Íslenskar leikreglur Selst í handhægri tinöskju
Hæfir ekki börnum yngri en þriggja ára.