Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

23. Ágúst 2024

Afternoon Tea með Ylfu Helgadóttur

Þriðjudaginn 27. ágúst ætlar Hagkaup að bjóða upp á námskeið þar sem farið verður yfir hið vinsæla Breska ,,Afternoon Tea“. Það er fyrrum landsliðskokkurinn Ylfa Helgadóttir sem ætlar að kenna gestum hvernig hægt er að framreiða fallegt, bragðgott og einfalt ,,Afternoon Tea“.

Námskeiðið fer fram í Hagkaup Smáralind og hefst kl. 18:00. Gestir munu fá fræðslu um hefðina sem ,,Afternoon Tea“ er ásamt því fer Ylfa yfir skemmtilega rétti sem hægt er að bjóða uppá við slík tækifæri. Boðið verður uppá te og léttar veitingar. Námskeiðinu ætti að vera lokið um kl.20:00.

Skráning fer fram hér en takmarkað sætapláss er í boði.