16. Apríl 2025
Töfrandi stemning í Hagkaup - Cosmic 2.0 frá Kylie Jenner frumsýndur með pomp og prakt!
Fimmtudaginn 10. apríl ríkti einstök gleði og eftirvænting í Hagkaup Kringlunni þegar nýr ilmur frá Kylie Jenner, Cosmic 2.0, var frumsýndur á Íslandi. Fyrsti ilmur raunveruleikastjörnunnar kom í sölu hér fyrir jólin 2024 og seldist upp á methraða, þannig að spenningurinn fyrir þessum nýja ilm var gríðarlegur!
Hagkaup tók vel á móti Cosmic 2.0 og hélt sannkallaða veislu í tilefni dagsins. Verslunin var skreytt í bak og fyrir með blómum og blöðrum, og klukkan 16:40 hafði myndast röð af fólki sem vildi tryggja sér ilminn – þó að salan hæfist ekki fyrr en 17:00!
“Það var frábært að sjá hversu mikill áhugi var fyrir þessu! Við elskum að bjóða viðskiptavinum okkar upp á nýjar og spennandi vörur, og Cosmic 2.0 er engin undantekning. Við leggjum mikið upp úr upplifun viðskiptavina og hlökkum til að halda fleiri skemmtilega viðburði í framtíðinni,” sagði Lilja Gísladóttir, sérfræðingur í markaðsmálum hjá Hagkaup.
Tónlist, töfrar og toppstemning
Viðburðurinn var sannkölluð hátíð – gestir gæddu sér á ljúffengum veitingum frá 17 Sortum, Töst og Red Bull, á meðan DJ Dóra Júlía hélt uppi stemningunni.
“Við vildum fagna Cosmic 2.0 með stæl! Þessi ilmur á skilið ekkert minna en partý, tónlist og töfra. Hagkaup bauð gesti velkomna með DJ, dásamlegum veitingum og ógleymanlegri stemningu – allt í anda Cosmic 2.0, sem er djarfur, töfrandi og eftirminnilegur ilmur,” sagði Marín Manda Magnúsdóttir, markaðsráðgjafi HJ.
Gjafir og gleði fyrir fyrstu kaupendur
Fyrstu 30 viðskiptavinirnir sem keyptu ilminn fengu glæsilegan gjafapoka, auk þess sem allir sem versluðu Cosmic 2.0 fengu að snúa lukkuhjóli með spennandi vinningum.
Ilmurinn er nú kominn í allar verslanir Hagkaups! Kíktu við og prófaðu Cosmic 2.0 – kannski finnurðu þinn nýja uppáhaldsilm!