3. Október 2023

Allt er vænt sem vel er bleikt

Bleikur október er farinn af stað og það styttist í bleika daginn sem verður 20. október næstkomandi. Það er hægt að taka þátt í bleikum degi á marga vegu en við ætlum að sýna ykkur nokkrar fallegar bleikar snyrtivörur sem geta sett bleikan svip á ykkar daga.

Shiseido InnerGlow CheekPowder – Twilight You (02)

Mjög ljómandi og fallegur kinnalitur með púðuráferð sem gefur húðinni fallegan bleikan lit og dásamlegan ljóma. Þessi kinnalitur er léttur og áferðin silkikennd og púðrið bráðnar á húðinni og verður virkilega fallegt. Kinnalitur er líka mjög einföld leið til þess að bæta smá bleiku í lífið.

Lancôme L‘Absolu Mademoiselle Shine Lipstick – Kiss Me Shine (317)

Nærandi og góður varalitur sem er með áferð varasalva. Varaliturinn skilur varirnar eftir mjúkar og glansandi með léttum og fallegum bleikum lit. Formúlan er mjög rakagefandi og nærandi fyrir varirnar og því sérstaklega hentug á þessum árstíma þar sem flestir eru með varaþurrk vegna hitabreytinga. Þessi litur er líka virkilega fallega bleikur, verður það mikið betra en bleikar, vel nærðar og mjúkar varir?

MAC Connect in Colour Eye Shadow Pallette – Rose Lense

Þær verða ekki mikið bleikari augnskuggapalletturnar! Falleg augnskuggapalletta með sex bleiktóna augnskuggum. Formúlan í augnskuggunum er mjög góð og auðvelt að vinna með. Bráðna og blandast virkilega vel saman og það er auðvelt að byggja þá upp. Möguleikarnir eru endalausir með þessa fallegu augnskugga að vopni og svo sannarlega lítið mál að gera dagana bleikari með þessari pallettu.

OPI Nature Strong Emflowered

Bleikar neglur geta verið einföld og skemmtileg leið til þess að bæta lit í lífið og þetta fallega bleika naglalakk frá OPI er svo sannarlega tilvalið í verkið. Naglalakkið er úr Nature Strong línunni sem er náttúruleg, vegan og cruelty-free. Naglalakkið gefur nöglunum fallegan lit og glans.

Við hlökkum til að sjá öll bleik og sæt föstudaginn 20. október og minnum á að hægt er að kaupa bleiku slaufuna hér á vefnum og í verslunum Hagkaups.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup