takk fyrir þolinmæðina

Vegna álags í vefverslun getur verið seinkun á afhendingu pantana

27. Desember 2024

Glimmer í áramótaförðunina

Langar þig að bæta smá glimmeri við áramóta förðunina? Það eru margar leiðir og fullt af vörum sem hægt er að nýta til þess að mæta smá glitri og glimmeri við förðunina fyrir gamlárskvöld. Við ætlum að fara yfir nokkrar leiðir og vörur fyrir þetta tilefni.

Það er auðvitað mjög klassískt að nota glimmer á augun og bæta þannig glitrinu við förðunina en það er þá hægt að setja glimmer augnskugga yfir allt augnlokið eða á ákveðin svæði til þess að ‘poppa’ upp förðunina. Blautir glimmer augnskuggar eru sérstaklega skemmtilegir í þetta verkefni en til dæmis eru Eyeconic augnskuggarnir frá GOSH æði. Þeir koma í nokkrum litum en glimmerin eru með virkilega fallega áferð og gefa svo sannarlega glitrið í förðunina. Eins eru litir 01,02, 03 og 05 í Idôle frá Lancôme æðislegir með fallegu glimmeri í fallegum litum. Báðar tegundir af augnskuggunum er hægt að nota líka sem glimmer eyeliner eða til þess að bæta glimmeri á kinnarnar eða önnur svæði í andlitinu.

Talandi um andlitið þá er hægt að bæta glimmerinu við förðunina með fallegu ljóma púðri með glimmeri. Það getur komið virkilega vel út og það er heldur betur til nóg af fallegum ljómapúðrum og fljótandi ljómavörum hjá okkur. Ljómapúðrið frá Dr Irena Eris, Highlighter er virkilega fallegt til þess að bæta ljóma efst á kinnbeinin og þar sem við kjósum, en einnig svo fallegt að nota í innri augnkrók til þess að birta það svæði upp. Það sama má segja um Halo Sculpt + Glow pallettuna frá Smashbox en í henni eru bæði ljómapúður og ljómandi kinnalitir sem eru svo fallegir á húðinni.

Síðasta en ekki sísta hugmyndin okkar að þessu sinni er glimmer á varirnar. Það er hægt að gera varirnar extra ljómandi og fallegar með vörum sem innihalda glimmer eða eru með skemmtilegri frost áferð. Til dæmis eru Frost Lipstick frá MAC einstaklega fallegir fyrir þær sakir að áferðin er glansandi eins og frost. Fallegir litir og svo flottir á vörunum. Ef við viljum meiri glimmer áferð eru Butter Gloss Bling frá NYX Professional Makeup en þar eru 8 mismunandi litir af sturlað flottum glimmer glossum í boði. Glossana er hægt að nota eina og sér, yfir varablýant eða yfir varalit. Algjör negla til þess að vera með glitrandi fallegar varir um áramótin.

Við hlökkum til að sjá ykkar glimmer áramót. Ef þið notið vörur úr Hagkaup í áramóta förðunina og langar að sýna ykkur þá má endilega tagga Hagkaupsnyrtivara á Instagram. Allar snyrtivörur má skoða með því að smella hér en frá 27.-31. desember eru allar Snyrtivörur á 24% afslætti svo það er um að gera að gera extra góð kaup á glimmeri fyrir áramótin!

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup