takk fyrir þolinmæðina

Vegna álags í vefverslun getur verið seinkun á afhendingu pantana

22. Desember 2024

Kartöflugratín með rifnum osti

Fyr­ir þá sem vilja prófa eitt­hvað nýtt um jól­in, aðeins öðru­vísi kart­öfl­ur en í jafn­ingi er hér ljúf­fengt kart­öflugratín með rifn­um osti. Snæ­dís Jóns­dótt­ir mat­reiðslumaður sýn­ir hér hvernig má út­búa þenn­an skemmti­lega rétt.

Jafningur
50 g smjör
50 g hveiti
1 l mjólk
½ tsk. salt
1-3 msk. sykur
ögn af múskati

Bræðið smjörið í potti og hrærið hveiti saman við þannig að úr verði smjörbolla. Hellið mjólkinni varlega saman við og hrærið þar til blandan er kekkjalaus. Látið sjóða í nokkrar mínútur, hrærið vel á meðan og kryddið með salti, sykri og múskati eftir smekk. Bætið soðnum kartöflum út í jafninginn og berið fram.

1 kg kartöflur
Sjóðið kartöflurnar upp úr saltvatni. Skrælið kartöflurnar og skerið í sneiðar. Hitið ofninn í 180°C. Raðið í eldfast mót og setjið sósu á milli. Rífið ost að eigin vali yfir, og bakið þar til osturinn er bráðnaður.