28. Janúar 2025
Build-A-Bear opnar 1. febrúar
Build-A-Bear bangsaverksmiðjan opnar núna á laugardaginn 1. febrúar í Hagkaup Smáralind kl. 11:00. Build-A-Bear er einstök upplifun sem þar sem börn og fullorðnir fá að búa til sinn eigin persónulega bangsa. Við hlökkum til að fagna þessum stórviðburði með ykkur!
Fjölskyldur geta látið sig hlakka til að velja uppáhalds bangsann sinn og taka þátt í táknrænni athöfn þar sem hjarta er sett í bangsann um leið og þau óska sér. Bangsinn getur síðan verið klæddur upp með fjölbreyttu úrvali af skóm, fatnaði og fylgihlutum. Að lokum er útgefið nafnskírteini fyrir bangsann til staðfestingar á „afmælisdegi“ hans. Allt er hannað til að skapa minningar sem endast, líkt og Build-A-Bear er þekkt fyrir.
Hægt er að skrá sig á viðburðinn á laugardaginn hér.
,,Við erum virkilega spennt og stolt af því að fá þetta frábæra vörumerki inn í vöruúrvalið okkar í Hagkaup. Við höfum síðustu ár lagt mikla áherslu á það að bæta upplifun viðskiptavina okkar í verslunarferðum sínum til okkar og nú er komið að því að bæta þessari einsöku upplifun við flóruna í einni stærstu leikfangadeild landsins. Það þekkja flestir Build-A-Bear og margir sem eiga góðar minningar tengdar vörumerkinu, svo það verður sannarlega gaman að geta opnað dyr Íslendinga fyrir skemmtilegum heim Build-A-Bear í Hagkaup Smáralind." segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.
Vinsælt um allan heim
Frá því fyrsta Build-A-Bear verslunin opnaði í Saint Louis árið 1997 hefur Build-A-Bear opnað búðir á meira en 500 stöðum um allan heim og selt yfir 225 milljónir bangsa. 93% þekkja vörumerkið og er vöxtur þess hraður um allan heim. Það að bæta aðeins meiri hlýju í lífið er mottó fyrirtækissins en það endurspeglar skuldbindingu þess sem er að skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir viðskiptavini sína.
Hægt að fylgjast með hér á Facebook síðu Build-A-Bear