30. Janúar 2025

Er kominn tími á rakamaska?

Það er fátt meira kósý en gott maskakvöld yfir sjónvarpinu svona yfir veturinn. Það er líka mjög algengt að fólk finni fyrir þurrki í húðinni á köldum vetrardögum og sérstaklega þegar það er hlýtt og kalt til skiptis. Við ákváðum að taka saman fimm frábæra rakamaska fyrir andlitið sem er tilvalið að nota á góðu dekurkvöldi til þess að vinna gegn þurrki.

Cyro Rubber with Moisturizing Hyaluronic Aci – Dr.Jart+
Grímu maski sem gefur húðinni mikinn raka og ljóma ásamt því að vinna að því að binda rakann í húðina með hýalúrónsýru. Maskinn er kælandi og er í raun tveggja þrepa maski. Í pakkanum kemur gelkennt serum sem sett er á húðin og yfir það er maskagríman sett til þess að innsigla serumið. Maskinn vinnur að því að mýkja húðina og hjálpa henni við endurnýjun. Best er að leyfa maskanum að vinna á húðinni í 30-40 mínútur.  

Face Glaze Cream Mask – Bondi Sands
Maski sem vinnur að því að fylla húðina af raka og skilja hana eftir ljómandi og fallega. Maskinn inniheldur meðal annars hýalúrónic sýru, seramíð og glýserin en með því vinnur hann að því að gefa húðinni aukna fyllingu, næringu og helling af raka. Maskann má nota sem 15 mínútna maska eða sem næturmaska ef húðin þarf enn meiri raka.

Hydra-Essentiel Mask – Clarins
Öflugur tíu mínútna rakamaski sem gefur húðinni mikinn raka og vinnur þannig að því að gera húðina þrýstnari ásýndar. Frábær næring fyrir húðina en formúlan er fersk, kremkennd og er virkilega auðveld að vinna með. Eitt lykil innihaldsefnið í maskanum er Asetýleruð hýalúrónsýra sem veitir húðinni mikla rakagjöf.

Bamboo Shot Mask - Erborian
Nærandi grímu maski sem inniheldur meðal annars vatnsbinandi bambusseyði.  Maskinn vinnur að því að draga úr húðþurrki, mýkja húðina og gefa henni fyllingu. Maskinn veitir húðinni raka og góða næringu. Við mælum með því að hafa andlitsmaskann á húðinni í 15 mínútur og nudda svo afgangs vörunni vel inn í húðina.

Ultimate Nourishing Rice Overnight Spa Mask – COSRX
Síðast en ekki síst ber að nefna þennan frábæra næturmaska frá COSRX. Maskinn er með 68% hrísgrjónaþykkni og gefur húðinni bæði vel af raka og skilur hana eftir ljómandi. Það er upplagt að setja þennan maska á sig fyrir nóttina ef húðin er þurr og jafnvel kvöldið áður en farið er á þorrablót eða annan viðburð þar sem húðin þarf að vera góð undir farða í langan tíma. Það má nota maskann í 15 mínútur til þess að fá auka raka, en enn betra að nota hann sem næturmaska.

Úrvalið af rakamöskum er frábært í verslunum okkar og hér á vefnum svo það ættu flest að geta fundið sér maska við hæfi. Það er svo ferlega kósý að taka maskakvöld yfir góðri mynd. Alla maska má skoða með því að smella hér.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkup.