Síðasti dagur til að panta í vefverslun og fá afhent fyrir jól er 18. desember

10. Október 2024

Almost Lipstick frá Clinique

10.-16. október verður 25% afsláttur af öllum vörum frá Clinique. Vörumerkið er þekkt fyrir frábærar húðvörur og eru að auki með spennandi förðunarvörur. Ein förðunarvara frá Clinique hefur farið mikið á flug á samfélagsmiðlum síðustu misseri en það er Almost Lipstick. Fyrst var það liturinn Black honey og núna í haust kom liturinn pink honey.

Almost Lipstick er léttur og glossaður varalitur sem minnir samt einna helst á varasalva. Varan er ekki með miklum lit en blandast náttúrulegum lit vara þinna og dregur hann fram á fallegan hátt. Varan passar vel inn í Clinique heimspekina sem er einfalt, öruggt og árangursríkt en varan er bæði ofnæmisprófuð og 100% ilmefnalaus. Litina má nota eina og sér til þess að fá smá auka lit og ljóma á varirnar en það er líka hægt að nota þá með fallegum varablýöntum.

Dæmi um blýant sem er fallegur við Almost Lipstick er Quickliner for lips. Þessi varablýantur endist virkilega vel og hentar vel til þess að teikna útlínur varanna þar sem hann er með góðum oddi. Formúlan er rakagefandi og hjálpar til við að hanlda varalitnum sem kemur yfir á sínum stað. Blýanturinn kemur í 4 fallegum litum sem geta allir passað undir Almost Lipstick.

Hvort sem þig vantar húðvörur eða förðunarvörur verða sérfræðingar Clinique í verslunum okkar á meðan á tilboðinu stendur á aðstoða við val á vörum sem henta þér. Til þess að bæta enn frekar í gleði fréttirnar þá fylgir kaupauki með ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 7.990kr eða meira á meðan birgðir endast.

Allar vörur frá Clinique má skoða með því að smella hér.