1. Janúar 2025
Leynivopn Helgu
Næringarþjálfarinn og lögreglukonan Helga Magga hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur næringu og heilbrigðum lífsstíl. Hún heldur úti heimasíðunni helgamagga.is þar sem hún deilir næringarríkum og góðum uppskriftum. Leynivopnið hennar Helgu er salatbarinn í Hagkaup þar sem hún tryggir að koma nóg af góðu grænmeti ofan í fjölskylduna á einfaldan hátt.
„Þetta eru uppskriftir sem henta fyrir alla og eru yfirleitt mjög „macros“-vænar, sem þýðir einfaldlega að það eru nokkuð jöfn hlutföll næringarefna í uppskriftunum. Á instagraminu mínu „helgamagga“ er ég einnig að sýna hvað ég borða yfir daginn og gefa fólki góðar hugmyndir að næringarríkum mat sem hægt er að grípa í ásamt því að sýna frá því hvernig ég næ að koma hreyfingu inn í daginn hjá mér og hef þannig góð og hvetjandi áhrif á þá sem fylgjast með mér,“ segir Helga Magga sem deilir hér með okkur nokkrum góðum samsetningum af salötum sem eru í uppáhaldi hjá henni og fjölskyldunni. „Það er ótrúlega sniðugt að geta gripið með sér fljótlega og góða næringu. Þú getur valið þín uppáhalds hráefni og úrvalið er mjög fjölbreytt í Salatbarnum í Hagkaup og því ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Ég leyfi krökkunum mínum til dæmis að velja sér salöt og það hefur heppnast mjög vel, þau elska að fá að velja sjálf og raða í sitt salat og í leiðinni borða þau betur holla og góða máltíð. Salatbarinn er frábær kostur fyrir alla fjölskylduna,” segir Helga Magga.
Mexíkóskt salat
- núðlur í chilisósu
- gúrkur
- sérrítómatar
- rauðlaukur
- salatblanda Heiðmörk
- kjúklingabaunir með fersku salsa
- guacamole
- kjúklingur
Kjötlaust salat
- brokkolí
- spínat
- ólífumix
- karríhrísgrjón
- kjúklingabaunir í indverskri dressingu
- sætar kartöflur með trönuberjum
- chipotlesósa
Sesarsalat
- pastaskrúfur hvítlauks
- gúrkur
- sérrítómatar
- rauðlaukur
- spínat
- kjúklingur
- kotasæla
- beikon
Ítalskt salat
- pasta
- basilmajó
- gúrkur
- brokkólí
- salatblanda Heiðmörk / klettasalat
- gúrkur í tzatziki
- ítalskar kjötbollur
- kóríander-basil-dressing
Salat
- sérrítómatar
- brokkólí
- sýrður rauðlaukur
- spínat + ruccola
- blómkálssalat
- kjúklingabollur í salsasósu
- kartöflur
- sinnepssósa