1. Janúar 2025

Leynivopn Helgu

Nær­ing­arþjálf­ar­inn og lög­reglu­kon­an Helga Magga hef­ur brenn­andi áhuga á öllu sem viðkem­ur nær­ingu og heil­brigðum lífs­stíl. Hún held­ur úti heimasíðunni helgamagga.is þar sem hún deil­ir nær­ing­ar­rík­um og góðum upp­skrift­um. Leyni­vopnið henn­ar Helgu er sal­at­bar­inn í Hag­kaup þar sem hún trygg­ir að koma nóg af góðu græn­meti ofan í fjöl­skyld­una á ein­fald­an hátt.

„Þetta eru upp­skrift­ir sem henta fyr­ir alla og eru yf­ir­leitt mjög „macros“-væn­ar, sem þýðir ein­fald­lega að það eru nokkuð jöfn hlut­föll nær­ing­ar­efna í upp­skrift­un­um. Á in­sta­gram­inu mínu „helgamagga“ er ég einnig að sýna hvað ég borða yfir dag­inn og gefa fólki góðar hug­mynd­ir að nær­ing­ar­rík­um mat sem hægt er að grípa í ásamt því að sýna frá því hvernig ég næ að koma hreyf­ingu inn í dag­inn hjá mér og hef þannig góð og hvetj­andi áhrif á þá sem fylgj­ast með mér,“ seg­ir Helga Magga sem deil­ir hér með okk­ur nokkr­um góðum sam­setn­ing­um af salöt­um sem eru í upp­á­haldi hjá henni og fjöl­skyld­unni. „Það er ótrú­lega sniðugt að geta gripið með sér fljót­lega og góða nær­ingu. Þú get­ur valið þín upp­á­halds hrá­efni og úr­valið er mjög fjöl­breytt í Sal­at­barn­um í Hag­kaup og því ættu all­ir að finna sér eitt­hvað við sitt hæfi. Ég leyfi krökk­un­um mín­um til dæm­is að velja sér salöt og það hef­ur heppn­ast mjög vel, þau elska að fá að velja sjálf og raða í sitt sal­at og í leiðinni borða þau bet­ur holla og góða máltíð. Sal­at­bar­inn er frá­bær kost­ur fyr­ir alla fjöl­skyld­una,” seg­ir Helga Magga.

Mexí­kóskt sal­at

  • núðlur í chil­isósu
  • gúrk­ur
  • sérrí­tóm­at­ar
  • rauðlauk­ur
  • sal­at­blanda Heiðmörk
  • kjúk­linga­baun­ir með fersku salsa
  • guaca­mole
  • kjúk­ling­ur

Kjöt­laust sal­at

  • brok­kolí
  • spínat
  • ólífumix
  • karrí­hrís­grjón
  • kjúk­linga­baun­ir í ind­verskri dress­ingu
  • sæt­ar kart­öfl­ur með trönu­berj­um
  • chipot­lesósa

Ses­ar­sal­at

  • pasta­skrúf­ur hvít­lauks
  • gúrk­ur
  • sérrí­tóm­at­ar
  • rauðlauk­ur
  • spínat
  • kjúk­ling­ur
  • kota­sæla
  • bei­kon

Ítalskt sal­at

  • pasta
  • basilmajó
  • gúrk­ur
  • brokkólí
  • sal­at­blanda Heiðmörk / kletta­sal­at
  • gúrk­ur í tzatziki
  • ít­alsk­ar kjöt­boll­ur
  • kórí­and­er-basil-dress­ing

Sal­at

  • sérrí­tóm­at­ar
  • brokkólí
  • sýrður rauðlauk­ur
  • spínat + ruccola
  • blóm­kálssal­at
  • kjúk­linga­boll­ur í salsasósu
  • kart­öfl­ur
  • sinn­epssósa