20. Desember 2024

Anda­bringa með pönnu­steikt­um plóm­um, græn­káli og kræki­berjasósu

Meist­ara­kokk­ur­inn Snæ­dís Jóns­dótt­ir deil­ir hér með les­end­um ljúf­fengri upp­skrift að anda­bring­um ásamt meðlæti en í mynd­band­inu hér að ofan má sjá hvernig hægt er að út­búa þessa dá­sam­legu máltíð á ein­fald­an hátt. 

Anda­bring­ur
1 stk. anda­bringa á mann
Smjör
Timí­an
Hvít­lauks­geiri

Verkið anda­bring­una og skerið rauf­ar í skinnið. Passið að fara ekki í gegn­um skinnið, aðeins rétt yfir. Setjið pönnu á hell­una og setjið á milli­há­an hita. Setjið bring­una strax á kalda pönn­una og passið að leyfa henni að brún­ast vel á skinn­inu í um það bil fjór­ar mín­út­ur. Þegar anda­bring­an er orðin gull­in­brún þá er sett smjör, timí­an og hvít­lauk­ur á pönn­una. Notið skeið til að hella smjör­inu yfir bring­una svo hún gull­brún­ist enn bet­ur. Takið bring­una af pönn­unni í kjarn­hita u.þ.b. 49°C og hún á að enda í u.þ.b. 57°C.

Pönnu­steikt­ar plóm­ur
6 stk. plóm­ur
Olía
Salt

Hitið pönnu á miðlungs­hita, steikið plóm­urn­ar upp úr olíu og salti.

Pönnu­steikt græn­kál
1 poki græn­kál
Salt
Olía
Sítr­ónusafi

Hitið pönnu á miðlungs­hita. Snögg­steikið græn­kálið upp úr olíu og salti. Setjið sítr­ónusafa yfir í lok­in.

Kræki­berjasósa
750 ml kjúk­linga­soð
750 ml kræki­berja­safi
100 ml rauðvín
Epla­e­dik
100 g smjör
5 gr timí­an­lauf
Salt

Hellið rauðvíni og kræki­berja­safa í pott og sjóðið niður um 3/​4. Bætið kjúk­linga­soði sam­an við og sjóðið niður um helm­ing. Smakkið sós­una til með epla­e­diki og salti. Að lok­um er smjöri hrært sam­an við ásamt tim­i­an­lauf­um. 

Þessa upp­skrift, sem og aðrar, má finna í blaðinu Hátíðarmat frá Hag­kaup.