5. Desember 2024
Brakandi ferskt andabringusalat
Matarmenn skelltu í stökkt og fallegt andabringusalat sem er tilvalið sem forréttur eða aðalréttur í kringum jólin. Andabringunni er raðað á fallega litríkt salat með gómsætri hunangsdressingu.
Uppskrift
2 andabringur
Sjávarsalt
Ferskt veislusalat
Granatepli
Vínber
Pistasíuhnetur
Cherry tómatar
2 appelsínur
Þerrið andabringurnar með pappír á báðum hliðum og skerið fallegar rákir í fituna án þess þó að skera í kjötið. Saltið andabringurnar vel með sjávarsaltinu og leggið á kalda pönnu (fitan snýr niður).
Kveikið nú á hellunni og stillið á miðlungsháa stillingu og byrjið að skera í salatið meðan bringurnar byrja að steikjast. Kveikið á ofninum í 120°C blástur.
Þegar fitan á bringunum er orðin eins og gullstöng má þeim við og þær létt brúnaðar á hinni hliðinni áður en þær fara inn í ofn þar til kjarnhita 55°C er náð. Takið þá bringurnar út og leyfið að hvíla í 10 mínútur áður en þær eru sneiddar þunnt og settar á salatið.
Dressing
1/2 bolli ólífuolía
Safi úr hálfri appelsínu
1 msk hunang
Öllu hrært saman þar til hunangið blandast saman við.