15. Desember 2024
Aspas með hollandaise í kísaq og rifin reykt bleikja
Aspas er vinsælt meðlæti, hvort sem er á jólum eða með hversdagsmat. Hér er uppskrift að einkar gómsætum aspas með hollandaise og rifinni reyktri bleikju. Matreiðslumaðurinn Snædís Jónsdóttir matreiðir aspasinn á þennan einstaka og ljúffenga hátt.
Aspas með hollandaise í kísaq (rjómasprautu) og rifin reykt bleikja
2 búnt aspas salt
100 g frosin reykt bleikja
Gott er að vera búinn að frysta bleikjuna daginn áður/geyma í frysti.
Sjóðið aspas í saltvatni í 2-3 mínútur, fer eftir stærð. Sprautið hollandaise yfir aspasinn og rífið bleikjuna yfir. Það er líka hægt að grilla aspasinn, fyrir þá sem það vilja.
Hollandaise í rjómasprautu
1 msk. bernaise-essens/sítrónusafi/
eitthvert gott edik
3 stk. eggjarauða
300 g smjör salt
Bræðið smjör í potti. Hitið eggjarauður í vatnsbaði upp í sirka 80°c og setjið bernaise-essens út í. Hellið hægt og rólega smjöri út í á meðan það er hrært stöðugt í eggjunum. Smakkið til með salti.