28. Júní 2024
BB & CC krem fyrir létta sumarförðun
Á sumrin kjósa mörg að nota léttari farða eða jafnvel að grípa frekar í BB eða CC krem til þess að jafna örlítið húðlitinn, sérstaklega ef það er sól og gott veður. Þessar vörur eru yfirleitt með formúlur sem innihalda húðbætandi og nærandi efni. En hver er munurinn?
BB krem er stytting fyrir "beauty balm" sem gefa yfirleitt létta til miðlungs þekju og gefa húðinni raka og næringu. CC krem aftur á móti er stytting á "color correct" en þau hafa yfirleitt hlutverk í því að jafna húðlit, draga úr roða eða gráma í andliti. Í verslunum okkar er til frábært úrval af BB og CC kremum og við ætlum hér að neðan að segja ykkur frá fjórum mismunandi kremum.
CC+ Cream - It cosmetics
Eitt vinsælasta CC krem í Bandaríkjunum og það er ekki að ástæðulausu. Kremið er með mjög góða þekju og þekur húðina í rauninni jafn vel og hefðbundinn fullþekju farði en nærir húðina á sama tíma eins og gott rakakrem ásamt því að innihalda SPF 50+. It vörurnar fást í Hakgaup Smáralind og Kringlunni en hluti af úrvali er einnig í Hagkaup á Akureyri.
Waterproof Tinted Moisturizer BB - Dr Irena Eris
Vatnshelt BB krem, tilvalið fyrir sumarið og sólarlandarferðirnar. Kremið gefur húðinni slétta, náttúrulega og ljómandi áferð ásamt því að verja hana fyrir geislum sólarinnar með SPF50. Létt formúla sem gefr góðan raka og næringu í gegnum daginn.
Litaleiðréttandi krem sem vinnur gegn roða í húðinni og lita ójöfnum. Kremið kemur grænt úr túpunni því það inniheldur græn litarefni en það laðar sig svo að litatón húðarinnar þegar það er borið á. Kremið er tilvalið fyrir þau sem eru með mikinn roða í andliti, vilja ekki þekja húðina mikið en draga úr roðanum. Létt og gott krem með fallegri áferð.
Premium Beauty Balm - Dr.Jart+
BB krem sem er í raun blanda af farða og húðvöru. Jafnar húðlitinn en þekjuna er vel hægt að byggja upp eftir því sem hentar í hvert skipti. Kremið er létt og gefur húðinni góðan raka og skilur hana eftir með náttúrulega og fallega áferð. Svo má ekki gleyma að kremið inniheldur SPF50 svo það verndar húðina líka vel og vandlega.
Þetta er bara lítið brot af þeim BB og CC kremum sem eru í úrvali hjá okkur en öll kremin er hægt að skoða með því að smella hér. Tilvalið fyrir sumarið eða ferðalögin sem eru framundan.
Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup