9. Apríl 2025
Kylie Jenner Cosmic 2.0 lendir í Hagkaup
Ilmurinn Cosmic frá Kylie Jenner kom í verslanir fyrir jólin 2024 og sló rækilega í gegn. Ilmurinn er eins og segir frá raunveruleikastjörnunni Kylie Jenner en nú fylgir hún velgengni Cosmic eftir með útgáfu á Cosmic 2.0.
Cosmic 2.0 lendir á Íslandi 10. apríl kl. 17:00 eingöngu í Hagkaup í Kringlunni og því ætlum við að fagna og bjóðum ykkur að vera með.
Ilmurinn byrjar í sölu á slaginu kl.17:00 og þrjátíu fyrstu sem kaupa sér eintak af honum fá gjafapoka með kaupunum. Allir sem kaupa ilm fá tækifæri til þess að snúa lukkuhjóli og freista gæfunnar til þess að fá þar spennandi vinninga frá hinum ýmsu vörumerkjum.
Búðin okkar í Kringlunni verður í Cosmic 2.0 þema þetta kvöld en þar verður meðal annars boðið uppá veitingar frá 17 Sortum og drykkjum frá RedBull og Töst. DJ Dóra Júlía verður svo á svæðinu og heldur stemningunni á lofti.
Það verður Cosmic 2.0 þema þetta kvöld í verslun okkar í Kringlunni og það verða veitingar frá 17 Sortum, drykkir frá RedBull og Töst. DJ Dóra Júlía verður svo á svæðinu og heldur stemningunni á lofti.
Við erum virkilega spennt fyrir því að fá þennan frábæra ilm til okkar en ilmurinn er eins og áður segir annar ilmurinn frá Kylie Jenner og er sannarlega ekki síðri en sá fyrri. Ilmurinn er sætur og góður blómailmur með virkilega skemmtilegum nótum. Topp nóturnar eru pera og bleikur pipar sem er mjög áhugaverð blanda sem heppnast vel. Aðrar nótur í ilminum eru vanillu okridea, lavender, amber og sandel viður.
Glasið er svo í sama formi og upprunalega glasið nema fallega silfurlitað og glansandi. Glösin eru eftirmynd keramik vasa sem systurnar Kylie og Kendall Jenner mótuðu með því að faðmast með hann á milli sín. Skemmtileg hönnun sem gerir flöskuna persónulega fyrir þær systur.
Við hlökkum mikið til að sjá ykkur á fimmtudaginn í Hagkaup Kringlunni frá kl. 17:00-18:30.