17. Apríl 2024
Danskir dagar í 30 ár í Hagkaup
Fimmtudaginn 18. apríl hefjast Danskir dagar í verslunum Hagkaups þar sem boðið verður uppá fjölbreytt úrval af hinum ýmsu vörum frá Danmörku. Þemadagar í verslunum okkar eru iðulega veisla fyrir neytendur en þá bjóðast vörur sem alla jafna eru ekki í boði allan ársins hring.
Danskir dagar eru fyrir löngu orðnir stór hluti af starfsemi Hagkaups og þeirra er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu. Á þessum frábæru dögum er dönskum gæðavörum gert hátt undir höfði og ýmsar vörur fluttar inn sérstaklega fyrir Danska daga.
Danskir dagar standa yfir dagana 18.-28. apríl. Eins og venja er verður boðið upp á úrval af gómsætum gæðavörum frá Danmörku á meðan hátíðinni stendur: ekta danskt smørrebrød, pølser, svínarif, steikur, salöt, osta og spægipylsur og alls konar danskt sælgæti. Meðal annars verður hægt að kaupa koldskal og kammerjunker, grófhakkaða danska lifrakæfu, súkkulaði álegg, Anthon berg marsipan brauð og svo má ekki gleyma nýbökuðum snúðum með kanil og kakó og ekta danskar og gómsætar sjónvarpskökur.
Að þessu sinni ætlum við líka að bjóða viðskiptavinum upp á þrjá skemmtilega viðburði í verslunum okkar á meðan á dönskum dögum stendur. Við hefjum leika á því að fagna 100 ára afmæli danska sælgætis risans Toms. Fimmtudaginn 18. Apríl frá kl.15:00 verður afmælisfögnuður í Hagkaup í Skeifunni þar sem boðið verður upp á afmælisköku ásamt því að Toms lukkuhjól verður á staðnum og þar er sannarlega til mikils að vinna.
Mánudaginn 22. apríl ætlum við svo í samstarfi við GOSH Copenhagen að vera með danskt sumarkvöld í Hagkaup Smáralind kl.19:15. Á danska sumarkvöldinu verður boðið upp á förðunarkennslu sem Sara Björk Þorsteinsdóttir leiðir ykkur í gegnum en hún hefur unnið með merkinu s.l. þrjú ár. Sara mun fara yfir vinsælustu förðunartrendin fyrir sumarið ásamt því að kynna brot af því besta af dönsku vörunum sem GOSH hefur upp á að bjóða. Námskeiðið er gjaldfrjálst en það er takmarkað sætapláss en skráning fer fram hér.
Þriðjudaginn 23. apríl verður smurbrauðs kennsla með Helgu Gabríelu matreiðslukonu og matgæðings í Hagkaup Smáralind kl. 18:00. Þar mun Helga Gabríela kenna gestum að framreiða gómsæt og girnileg dönsk smurbrauð því eins og flestir vita eru smurbrauð órjúfanlegur hluti af danskri matarmenningu og við íslendingar höfum notið góðs af því og eru smurbrauð gífurlega vinsæl hér á landi. Námskeiðið er gjaldfrjálst og skráning fer fram hér.
Verið öll hjartanlega velkomin á Danska daga í Hagkaup.